Leikjafyrirtækið Namco og leikstjórinn Sammo Hung hafa skrifað undir samning þess efnis að Sammo Hung leikstýri mynd, byggðri á tölvuleiknum Soul Calibur.
Samningurinn var undirskrifaður 29. Mars síðastliðinn og því dágóður tími í að myndin verði tilbúin, en hún verður að öllum líkindum tekin upp í Austur-Evrópu og Kína, svipuðu umhverfi og leikurinn sjálfur gerist í.
Leikstjórinn, Sammo Hung, hefur tekið þátt í(leikstýrt eða leikið í) yfir 160 kvikmyndum og er einn af þekktustu leikstjórnendum í Hong Kong.
Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er 50 milljónir US dollara eða 4,7 milljarðar íslenskra króna.