Nekromantik (1987) !!!VIÐVÖRUN, EKKI FYRIR VIÐKVÆMA EÐA FÓLK YNGRA EN 16 ÁRA!!!

Leikstjóri: Jörg Buttgereit.
Handrit: Jörg Buttgereit & Franz Rodenkrichen.
Leikarar: Daktari Lorenz, Harald Lundt, Susa Kohlstedt…etc.


Sagan: Rob og Betty hafa gaman af kynlífi með þeim dauðu, einn daginn lenda þau í lukkupottinum og fá heilt lík í hendurnar.

Ekki hefur verið mikið af hryllingi frá Þýskalandi sem náð hefure einhverri athygli. Fyrir utan þá kannski Nosferatu og Nekromantik. Nosferatu var náttúrulega brautryðjendamynd á sínum tíma og má nú segja að Nekromantik sé það einnig. Nekromantik er mynd sem fer gjörsamlega á ystu mörk siðferðis, ef svo mætti að orði komast.

Yfirleitt þegar talað hefur verið við mig um Nekromantik er farið æðislega varlega út í allt. Venjulega hefur fólk bara sagt við mig, “Kannski þú hafir gaman af henni…”, aldrei hefur neinn sagt mér skoðun sína á myndinni sjálfri. Ég áttaði mig fyrst á þessu þegar ég sá hana sjálfur.

Rob og Betty hafa frekar einkennilega kynkvöt, þau eru náriðlar. Rob vinnur við það að hreinsa upp líkamsparta og annað svipað á víðavangi. Rob á það til að taka með sér heim hina og þessa líkamsparta til að krydda upp á kynlífið hjá honum og frúnni.
Einn venjulegan vinnudag lendir Rob í því að þurfa að losa sig við heilt lík, aleinn. Rob ákveður að í stað þess að henda því fer hann með það heim til sín…
Þið getið rétt ímyndað ykkur framhaldið.
Betty er voðalega ánægð með nýja félagan þangað til að Rob missir vinnuna. Betty fer þá frá honum með líkinu og skilur hann einan eftir með sjálfum sér. Rob er ekki alveg sáttur við gang mála og reynir að finna sér eitthvað að gera í eymd sinni, sem endar með ósköpum.

Byrjum á tónlistinni sem er besta kvikmyndatónlist sem ég hef heyrt í lengri tíma, hún fangar gjörsamlega stemninguna í myndinni og fullkomnar hvert atriði.

Myndatakan, þótt að myndgæðin séu hrikaleg, er virkilega frumleg og góð á köflum og er greinilegt að Jörg vissi alveg hvað hann vildi fyrirfram.

Leikararnir eru margir slappir nema þá kannski Daktari Lorenz sem leikur Rob og Beatrice Manowski sem leikur Betty en þau standa sig með prýði undir góðri leikstjórn Jörgs.

Nekromantik ýtir okkur á ystu nöf, sýnir okkur hluti sem Hollywood hefur aldrei þorað að skella í myndir sínar. Ég get með fullri samvisku sagt að þetta er sjúkasta mynd sem ég hef nokkurntíman séð, gleymið Cannibal Holocaust eða I Spit on Your Grave, þessi mynd toppar allt þegar kemur að viðbjóð.
Nekromantik skilur eftir sig atriði sem fáir munu gleyma, myndin fær þig til að hugsa annað en flestar Hollywood myndirnar. Bestu kaup mín síðan ég fékk DVD spilara.

****

Azmodan - 12/04/2003