Battle Royale (2000) Sagan: Heill skólabekkur af krökkum er skellt á eyju til að slátra hvoru öðru.

Umdeild fyrir gróf morð og grimmar aðstæður, þessi mynd varð cult um leið og hún slap út í kvikmyndahús. Við hérna á klakanum vorum nú ekki svo heppin að fá hana strax í bíó(eins og svo oft áður). En fyrir dolfallna hryllingsmyndabjálfa eins og mig var ekki erfitt að koma höndum sínum yfir hana.
En hún var loks sýnd á hvíta tjaldinu(þökk sé Filmundi) og lét ég það tækifæri ekki framhjá mér fara. Ekki oft sem að tækifæri gefst á að fara á klassískar hryllingsmyndir í bíó.

Eftir því sem ég hef heyrt þá er þessi mynd mjög umdeild vegna mikkilar blóðsúthellingar þannig að ég fór með bros á vör í bíó og beið eftir að blóðið spýttist…

Fjörtíu og tveir skólakrakkar eru plataðir út á afskekkta eyju af stjórnvöldum. Fyrst reyna þau að komast að því að hvar þau eru og áður en líður á löngu kemur gamall skólkennari þeirra valsandi inn ásamt nokkrum hermönnum.
Hann tilkynnir þeim það að þau hafa verið valinn til að taka þátt í Battle Royale. Þau fá sem sagt að vita það að á næstu þremur dögum þá eiga þau að slátra hvoru öðru eða þau deyja öll. Þau eru öll með sérstakt hálsband sem bæði fylgist með þeim og sprengi gat á hálsinn á þeim ef þau brjóta reglurnar.
Þau eru látin fara eitt og eitt með sérstaka bakpoka. Í bakpokunum er, matur, kort og eitthvað vopn. Vopnin eru öll mismunandi og ná frá pottalokum til skotvopna.
Í fyrstu fara krakkarnir að safnast saman í litla hópa og eru staðráðin í því að reyna að berjast gegn þessu saman… en áður um langt er liðið fer vantraustið og ofsóknarbrjálæðið að láta til sín heyra.

Það er skemmtilega dimmur fílingur yfir myndinni og eru myndartökurnar áhugaverðar á köflum. Leikstjórinn gamli Kinji Fukasaku skapar mjög ömurlegt ástand krakkana sem eru saman komnir þarna til að deyja. Einnig er skemmtileg niðurtalning í hvert skipti sem einhver lætur lífið.

Tölvutæknin er notuð í mjög hæfilegum mæli hér og tekur maður satt að segja ekkert eftir henni, sem er takmarkið ekki satt?
Í stað þess að sjá blóð sprautast/skvettast út um sprautur hér og þar fáum við þetta allt tölvugert og kemur skemmtilega vel út.

Leikurinn er eins og búast má við fremur slappur, fyrir utan þá kennarann sem er án efa skemmtilegasti karakter myndarinnar. Efnið er vel útfært og verður að segjast að sumar hugmyndirnar eru hreint út sagt frábærar.
Ég fatta samt ekki alveg hvaða væl þetta er yfir miklum blóðsúthellingum því ég hef séð það verra í grínmyndum.

***

Azmodan – 26/09/2002