Ringu (1998) Leikstjóri: Hideo Nakata.
Leikarar: Matsushima Nanako, Sanada Hiroyuki, Nakatani Miki…etc.

Sagan: Vídeóspóla er í umferð sem drepur fólk viku eftir að það horfir á það.

Það ganga margar sögur um þessa mynd, sögur sem varla er hægt að trúa. Ég er búinn að heyra það að hún er svo hrikaleg að fólk sefur ekki eftir að hafa séð hana, að þessi mynd slái út meistaraverkið The Exorcist (1973). Þetta finnst manni nú frekar erfitt að trúa og er allt svakalega hæpið eitthvað. Það var nógu erfitt að ná í hana, það ætti að breytast núna því að hún er að fá íslenska útgáfu í tilefni endurgerðarinnar.

Er þessi mynd virkilega svona hrikaleg?

Ég verð að segja að þrátt fyrir allar þær hryllingsmyndir sem ég hef séð á æfinni og er nú orðinn aðeins of gamall til að láta myndir hræða mig þá var þessi mynd einum of fyrir mig.

Ég hef ekki treyst mér í að gagnrýna hana lengi, ekki fyrr en ég fékk mér hana á DVD og stúderaði hana í lengri tíma ásamt framhöldunum. Synd að þetta er eina myndin af þessum toga sem er að koma út núna þessa daganna.

Asakawa er einstæð móðir, vinnur daga og nætur sem fréttaritari og hefur engan tíma fyrir son sinn.
Hún fær áhuga á máli sem kemur upp eftir að sú saga er komin á kreik að nokkrir unglingar hafa dáið akkurrat viku eftir að þau horfðu á dularfullt myndband. Sérstaklega af því að einn af þessum unglingum var frænka hennar.
Asakawa er einum of forvitin þannig að hún ákveður að líta á myndina eftir þó nokkra leit af henni. Hún sér þá frekar óhugnarlegar myndir, fylgt á eftir með ónáttúrulegum hljóðum, sem svo sannarlega situr eftir í manni í svolitla stund eftir myndina.
Asakawa kemst að því að hún á viku eftir ólifað og fær fyrrverandi mann sinn með sér í lið til að reyna að stoppa þetta. Saman grafa þau upp liðna hluti og persónur sem tengjast því sem þau sjá á spólunni.
Sagan um konuna á myndbandinu fer að koma í ljós.

Ringu er hrikalega óhugnarleg mynd og tekst henni til þar sem svo margar aðrar myndir hafa brugðist: að hræða líftóruna úr þér.

Tónlistin og sound effectin voru framúrskarandi en miðað við að þetta er mynd frá 1998 þá hefði leikurinn mátt vera mun betri.
Leikstjórnin slær í gegn og skapar andrúmsloft sem ekki hefur sést á hvíta tjaldinu síðan The Exorcist var og hét.

Sumum finnst kannski myndin vera frekar hæg á köflum en þetta er allt í þeim tilgangi til að gera biðina óbærilega og halda uppi andrúmsloftinu sem gerir þessa mynd að meistaraverki.

****

Azmodan - 08/05/2002