
Þeir ætla sem sé að taka búta úr allskonar myndum og reyna að búa til nýja heild úr þeim. Hvernig þeir ætla að fara að þessu veit enginn. Það hefur ekki verið gefið upp úr hvaða myndum þeir ætla að fá lánuð myndbrot og hefur í raun lítið verið gefið upp um þessa væntanlegu mynd annað en þessi aðferð. Þetta gæti orðið ein hlægilegasta tilraun kvikmyndasögunnar eða þetta gæti verið tímamótahugmynd. Ég myndi giska á það fyrrnefnda frekar en hitt. Það verður fróðlegt að sjá útkomuna á endanum. Hvernig líst fólki á þessa furðulegu hugmynd?