Hellraiser (1987) Leikstjóri: Clive Barker.
Handrit: Clive Barker.
Leikarar: Andrew Robinson, Claire Higgins, Doug Bradley…etc.
Special FX: Sally Sutton…etc.


Öðru hvoru kemur virkilega öðruvísi mynd, eitthvað sem situr eftir í okkur hvort sem það er vegna frumleika, stíls eða áhrifa(óttalega er þetta eitthvað svipað allt saman).
Ein af þessum myndum er einmitt Hellraiser sem er byggð á bókinni The Hellbound Heart eftir Clive Barker nokkurn, rithöfundur og verðandi hryllingsmyndagúrú.
Myndin fékk ekkert æðislega mikið af peningum til framleiðslu enda var önnur tíska í gangi þá. Slasher myndirnar voru uppá sitt besta og það sást varla mikið annað en það. Hellraiser breytti þessu öllu saman.
Hér var komin ný og sjúk hugmynd á bak við hryllingsmyndir og hafði fólk aldrei séð annað eins. Talandi um alvöru blóðbað, Hellraiser hafði það allt saman; djöfla og helvíti, leynilegt ástarsamband og endarlaust af blóði.
Myndin slóg í gegn og skaut Barker upp á hryllings-stjörnuhimininn.

Larry og Julia eru nýflutt í stórt og fallegt hús. Það vill svo skemmtilega til að bróðir Larry’s, kallast Frank dó einmitt í þessu húsi þegar hann var að skemmta sér við að leysa púslu-tengina-hlut.
Við flutningana þá sker Larry sig og blóð hellist á blettinn þar sem Frank dó. Blóðið sogast í gólfið og seinna þegar Julia kemur þangað er kominn nýr meðlimur í fjölskylduna, Frank sem er fyrrverandi framhjáhaldið hennar Juliu. Frank útskýrir fyrir henni að hann þarf meira blóð til þess að geta orðið eins og hann var áður því að hann lítur ekki beint vel út eins og hann er. Julia ákveður að hálpa honum og fer að draga með sér karlmenn í húsið þegar engir aðrir eru þar svo að Frank geti nærst á þeim. En hverjum er treystandi við svona aðstæður?

Blóð, blóð og frumlegur söguþráður er það sem þessi mynd er. Fyrir utan það að vera brautryðjandi í hryllingsmyndaheiminum. Þessi mynd er enn í fullu gildi sem top hryllingsmynd og hefur elst óvenjulega vel.
Leikstjórnin og andrúmsloftið er það sem gerir þessa mynd að því sem hún er, það er nóg í þessu tilfelli við hliðina á góðu handriti.
Hér kynnumst við hinum skemmtilegu, jafnframt ógurlegu Cenobites sem sýna engum miskun. “We have such sights to show you”, Lead Cenobite(aka. Pinhead).
Clive Barker hefur einnig gert; The Forbidden(1978), Nightbreed(1990), Lord of Illusions(1995), Tortured Souls(2002).

****