Jæja það hlaut að koma að því að Kanarnir ákváðu að taka einn af gullmolum hryllingsins og eyðileggja hann.
Nú í ár kemur út endurgerðin af The Texas Chainsaw Massacre sem er eitt og sér hrikaleg staðreynd, ekki nóg með það heldur tvennt sem gerir þetta enn hrikalegra;
Gunnar Hansen leikur ekki Leatherface(maður bjóst nú við þessu).
Búið er að breyta söguþræðinum svolítið, en á hrikalegan hátt.
Í stað þess að fara til Texas til að athuga leiði afa þeirra fara krakkarnir til Texas til að kaupa eiturlyf… er það bara ég eða er þetta ekki ekta unglingaspenna(stundum misskilið sem hryllingsmyndir, sbr. Scream og Urban Legend). Í upprunalegu myndinni var málið að krakkarnir voru allir saklausir og viðkunnalegir en nú eiga þetta að vera eiturlyfjasalar/neytendur sem eiga skilið að deyja miðað við hryllingsmyndastaðal.
Ég vona svo sannarlega að þessi mynd verði algjört klúður og að framleiðendurnir komi þveröfugir út úr þessari vitleysu, til hvers að endurgera mynd sem er enn í fullu gildi?