Stórleikarinn Tom Hanks stendur nú í miklum lagaferlum við byggingarfyrirtæki sem gaf víst upp heimilsfang felustaðs hans þar sem hann ætlaði að koma til að slappa af.. en það er víst ekki hægt lengur.
Fyrst var Hanks kærður fyrir að hafa ekki borgað reikninginn, sem hljóðar upp á litlar 140 milljónir króna en í leiðinni var heimilisfangið á staðnum gefið upp í lögsókninni og þá kærðu Hanks og kona hans, Rita Wilson fyrirtækið fyrir innrás á einkalífið.
Lögfræðingar þeirra segja að samingurinn hafi bannað þeim að gefa upp heimilisfang staðarins. Hanks vill nú fá milljónir í skaðabætur.
Fyrir áhugasama er þessi villa hans einhvers staðar í Idaho.