
Flickers fjallar um nema í kvikmyndaskóla sem er sannfærður um það að B-myndir séu vitnisburður um yfirvofandi eyðileggingu á öllu lífi á jörðinni. Hljómar sem nokkuð furðuleg saga svo ekki meira sé sagt. Handritshöfundurinn verður enginn annar en Jim Uhl, sem tókst að skemma ekki handrit Fight Club út frá snilldarbókinni sem Chuck Palahniuk skrifaði. Svo er bara spurning hvort Warner Bros ætla að kaffæra allgjörlega The Fountain eða ekki.
Aronofsky hefur einnig unnið hörðum höndum að því að gera kvikmynd úr Batman: Year One myndaseríu Frank Miller og hefur Miller sjálfur hjálpað til við að skrifa handritið. Þannig að það er nóg að gera hjá Darren Aronofsky á næstu árum. Fyrir þá sem hafa ekkert í kollinum þá er Aronofsky sá sem leikstýrði myndunum Pí og Requiem For A Dream. Ef að WB leyfa honum ekki að gera The Fountain mun ég aldrei fyrirgefa þeim, þetta er mynd sem verður að gera( hugsið ykkur Matrix hugsið ykkur Memento hugsið ykkur myndir sem breyta kvikmyndagerð).