Einn allra besti kvikmyndatökumaður okkar tíma, Conrad L. Hall, lést 76 ára að aldri.
Hann dó á laugardagskvöldi á Santa Monica sjúkrahúsinu af völdum þvagblöðrukrabbameins.
Conrad vann Óskarinn tvisvar, fyrir Butch Cassidy and the Sundance Kid ‘69 og American Beauty ’99. Hann hafði nýlega tekið Road to Perdition.
Ævistarf hans nær yfir heila þrjá áratugi og hefur hann fengið ótal verðlaun og viðurkenningar, og þ.ám. heiðursverðlaun ‘American Society of Cinematography’ og sérstök heiðursverðlaun fyrir mikið afrek í kvikmyndatöku fyrir Tequila Sunrise árið 1988.