Leikstjóri: Takashi Miike.
Handrit: Ryu Murakami(skáldsaga), Daisuke Tengan.
Leikarar: Ryo Ishibashi, Eihi Shiina, Tetsu Sawaki, Jun Kunimura…etc.
Special FX: Yuuichi Matsui.


Eins og fram hefur komið áður eru Japanarnir búnir að vera heldur hryllingsmyndaglaðir núna síðastliðin ár. Við erum búin að sjá meistaraverk á borð við Ring (1998) og Battle Royale (2000) og nú á loks að fara gefa út The Eye (2002) á DVD hér í Evrópu sem ég bíð persónulega mjög spenntur eftir.
Þessi mynd er þó ekki nein draugamynd eins og Ring eða The Eye heldur er hér á ferð það sem mætti kalla sálartrylli.
Þessi mynd á eitt sameiginlegt með Ring, hún er frekar róleg alveg þangað til í bláendirinn.

Shigeharu Aoyama missti konu sína fyrir 7 árum síðan og nú loks tekst syni hans að telja honum trú um að nú sé kominn tími til að giftast aftur.
Félagi hans fær hann til að halda áheyrnapróf og velur hann sér nokkrar úr stórum búnka umsækjenda til þess að fara í viðtal. Stepurnar halda að þær séu í viðtali vegna kvikmyndahlutverks en í rauninni er Aoyama að velja sér lífsförunaut.
Hann er þó alltaf með augað á einni sem hann ákveður svo að hitta aftur eftir þetta.
Félagi hans sem hjálpaði honum með áheyrnarprófið er þó ekki sammála honum, það er eitthvað skrýtið við þessa konu og fer hann að grenslast fyrir um hana. Í ljós kemur að allt sem hún sagði í viðtalinu voru lygar og það næst ekki í neinn sem þekkir til hennar.
Aoyama fer að hitta hana reglulega og er orðinn vægast sagt mjög ástfanginn, við komumst þó brátt að því að það er ekki allt sem sýnist með hana.

Myndin er frekar lengi að koma sér af stað en verður þóg adrei leiðinleg, hún heldur manni vel við efnið allan tíman. Myndin er mjög dimm og stendur manni ekki á sama á köflum þegar myndin nær ámarki og finnst manni alltaf eitthvað skrítið við þessa stelpu sem er mjög vel leikin af Eihi Shiina.
Leikstjórnin er mjög góð og heldur manni við efnið því að það er mjög auðvelt að klúðra svona mynd.
Fyrir fólk sem vilja fá allt í andlitið strax hef ég aðein eitt ráð, haldið ykkur frá þessari. Annars þeir sem hafa þolinmæði þá er climaxið í þessari mynd vel þess virði og með því ógeðfeldara sem ég hef séð.

***