Leikstjóri: Peter Medak.
Handrit: Russell Hunter, William Gray…etc..
Leikarar: George C. Scott, Trish Van Devere, Melvyn Douglas…etc.
Special FX: Gene Grigg.
Þegar maður lítur á draugamyndir sem eru gerðar núna og svo aftur á móti sem gerðar voru um 1980 er greinilega hægt að sjá hvar mettnaðurinn er. Það er orðið svolítið þreytt núna öll þessi öskur og læti nú til dags og ekki má gleyma hversu gaman blessaðir draugarnir hafa af því að sýna sig alltaf í nýjum myndum. Í gömlu myndunum er spilað á söguna, hún er gerð áhugaverð og leyndardómsfull, nú til dags er þetta bara keppni um hver draugurinn er ógeðslegastur.
The Changeling hefur verið lofsungin lengi fyrir frumleika og gæði en tókst mér ekki að koma höndum yfir hana í lengri tíma. Hún hefur ekki verið gefin út hérna í Evrópu nema á VHS fyrr en nú.
Kona og dóttir John’s (George C. Scott) deyja bæði í hrikalegu bílslysi beint fyrir framan augun á honum. Þjáningar hans af völdum þess eru skiljanlega óbærilegar og flytur hann til Seattle til að reyna að koma sér á rétta braut aftur.
Hann fær gamalt hús, sem mætti nú frekar kalla kastala, í gegnum vini og vandamenn þar sem hann getur snúið sér aftur að vinnu sinni, tónlist.
John kynnist ungri konu og fara hlutirnir aðeins að lagast, en ekki lengi.
Undarlegir hlutir fara brátt að ské innan hússins og leiðir það John að háalofti sem hafði verið byrgt fyrir. Þar finnur hann lítinn hjólastól og skólabók.
John fer að púsla leyndardómnum á bakvið hlutina í húsinu og endar með því að hvað sem er þarna, heltekur hann.
Það vantar ekki týpísku drauga-húsa formúluna í þessa mynd. Við höfum risastórt hús frá -1900, gamlann einmanna karl og endurtekna en ótskýranlega atburði.
Ég kom auga á einn dropa af blóði í þessari mynd þannig að þið sem eruð fyrir “fötur-af-blóði” myndum ættuð að halda ykkur frá þessari. Einnig þau ykkar sem eruð föst í Dark Castle myndunum.
Leikararnir eru allir stáltraustir og er þar helst George C. Scott sem stendur sig eins og hetja ásamt Melvyn Douglas.
Leikstjórnin er fullkomin við ómetanlegt handrit sem fer ekki úrskeiðis, því það hefði verið erfitt að klúðra þessari svakalegu sögu.
Það eina sem hægt er að setjá útá þessa mynd er kannski það að hún er frekar hæg en upp á móti því kemur að sum atriðin geta verið mjög truflandi og vel útsett.
Það vantar ekki hugblæinn í þessa.
***