The Evil Dead 3: Army of Darkness (1993) Leikstjóri: Sam Raimi.
Handrit: Sam Raimi & Ivan Raimi.
Leikarar: Bruce Campell, Embeth Davidtz, Marcus Gilbert, Ian Abercrombie, Ted Raimi…etc.
Special FX: Howard Berger…etc.


Þriðji (og síðasti) hlutinn af hinum alræmdu Evil Dead þríleik.
Ég man vel eftir því enn í dag þegar ég var yngri og pabbi og ég skruppum á videoleigu fyrir u.þ.b. tíu árum síðan. Þar sá ég þetta furðulega cover og ákvað að skella mér á hana. Strax og myndin byrjaði mundi ég eftir því, “þetta er framhaldið af Evil Dead 2!”. Það var gaman af þessu þá… ég var yfir mig hrifinn eins og við má búast og fór að ná mér í fyrstu tvær til að sjá aftur.
Þessi mynd er án efa mun meiri í sér en forverar hennar. Nú erum við að tala um alvöru “Hollywood mynd”. Ekki veit ég hvort það er af hinu góða eða slæma en eitt er víst, hryllingurinn varð útundan í þessari mynd.
Eins og var nú með Evil Dead 2: Dead By Dawn þá var farið að spila með húmorinn í stað hryllingsins og nú er það enn meira… þessi mynd er grínmynd frekar en hryllingsmynd.
Ash er orðinn allt annar karakter en hann var í hinum myndunum. Í The Evil Dead var hann bara hluti af hópnum, en meiri auli en hetja. Í Evil Dead 2: Dead By Dawn er hann farinn að standa aðeins meira uppúr og er meiri hetja en áður. Í þessari mynd er hann orðin gjörsamlegur “one-liner” gaur og svaka gæi… ég get þó ekki sagt að hann taki sig ílla út í því hlutverki, bara furðulegt að hann breytist svona mikið frá 1-2 og svo 2-3… en jæja… nóg af nöldrinu í mér.

Þessi mynd byrjar akkurrat þar sem 2 endar. Ash sendist aftur í tímann og endar um 1300 e.k. Þar er honum ekki tekið vel í fyrstu og á að taka hann af lífi stuttu eftir að hann lendir. Eftir að hafa sannað sig fyrir íbúum kastalanns sem hann er í þá halda allir að hann sé sendur til að bjarga þeim frá djöflunum(kaldhæðnislega fyndið hvernig minnst er á þetta í Evil Dead 2).
Ash er sendur af stað til að finna bók hina dauðu með því loforði að hann verði sendur aftur til síns tíma þegar hann kemur með bókina. Ash lendir í alls konar hremmingum við að ná bókinni og klúðrar því alvarlega í endinn. Þegar hann snýr aftur er kærustu hans rænt af djöfli og veit hann að nú er að duga eða drepast. Ash safnar liði til að berjast á móti her hina dauðu sem hann sjálfur vakti “óvart” upp.

Þessi mynd er komin eins langt frá originalinum og hægt er, það er ekkert svakalega sniðugt.
Það vantar ekki aulahúmorinn í þessa mynd það er víst en hún nær víst að láta mann skella uppúr öðru hvoru.
Þessi mynd er nú frá 1993 þannig að ekki er hægt að búast við neinum töfrabrögðum hvað beinagrindurnar varða en samt tekst þetta nú allt saman. Engin að kvarta þar.
Myndatakan er enn og aftur mjög frumleg og góð.
Það sem er hvað mest umtalað í sambandi við þessa mynd eru endarnir… Það eru tveir endar á þessari mynd, annar fyrir Directors Cut og hin fyrir Theatrical Cut. Ég gagnrýndi hér um daginn Limited Edition DVD disk þar sem er að finna báða endana. Annar endirinn er hinn svokallaði “Heimsenda” endir og hinn “S-Mart” endir ég verð að segja að ég er hrifnari af “S-Mart” endinum en kannski er það bara vegna þess að ég ólst upp við “Heimsenda” endirinn. Þið verðið að gera það upp við ykkur sjálf.
Sam Raimi hefur m.a. gert; The Evil Dead (1983), Evil Dead 2 Dead by Dawn (1987), Darkman (1990), The Quick and The Dead (1995), The Gift (2000) og Spiderman (2002). Einnig er hann vinn í framhaldinu af Spiderman eða The Amazing Spiderman (2004).

***1/2