Leikstjóri: Sam Raimi.
Handrit: Sam Raimi & Scott Spiegel.
Leikarar: Bruce Campell, Sarah Berry, Dan Hicks, Kassie DePaiva, Ted Raimi…etc.
Special FX: Shannon Shea.
Framhald eða endurgerð? Þetta er spurning sem maður heyrir hvað mest í sambandi við þessa mynd. Þetta gæti alveg eins verið endurgerð þar sem að þetta er allt voða svipað, og þetta gæti verið framhald þar sem að myndin heitir jú Evil Dead 2.
Það hefur reyndar verið sagt að þetta SÉ framhald en ekki endurgerð, í þeim skilningi að þetta er Evil Dead myndin sem Sam vildi gera. Nóg um þetta í bili…
Sumir vilja líka meina að þessi mynd sé betri en forverinn… ég get nú ekki verið alveg sammála því að þessi mynd spilar mun meira á humor heldur en The Evil Dead sem spilaði bara á hræðsluna, og það virkaði. Evil Dead 2 á jú sínar stundir eins og Henrietta sem að Ted Raimi fékk að þjást fyrir og tekst það allt mjög vel.
Evil Dead 2: Dead by Dawn er, ef eitthvað er, frægari en Evil Dead. Synd að mínu mati, en það er náttúrulega bara ég.
Myndin hefst á því að Ash er á leiðinni í kofann með kærustu sinni. Allt er voða rólegt og notanlegt. En ekki lengi(kannski of augljóst?). Kærasta Ash hverfur eftir að ráðist var á hana af “andanum í skóginum”. Ash þarf að berjast einn við þessa veru og endar með því að hún andsetur hendi hans. Ash er ekki lengi að finna ráð við því og sagar hann af sér hendina, en það gerir bara íllt verra. Allt í einu kemur dóttir prófessorsins sem bjó í húsinu áður. Smátt og smátt fara leyndardómar húsinns og bókarinnar að koma í ljós og er eitt flottasta atriði hryllingmyndasögunnar í þessari mynd, þ.e. kjallara atriðið. Henritetta er án efa flottasti demoninn í myndinni og má enginn missa af þessu atriði.
Evil Dead 2 er mun kómískari en fyrri myndin og dregur það virkilega úr hryllingnum en hann er þó til staðar. Hún er engan vegin verri en Evil Dead en samt þá mæli ég með því að fólk horfi á Evil Dead áður en að það sér Evil Dead 2: Dead by Dawn.
Sam er enn að notast við skemmtilega myndatöku í þessari mynd og tekst það einstaklega vel að vanda.
Förðunin og brellurnar eru allar orðnar mun betri hér en í fyrri myndinni enda er líka spilað með mun meira fjármagn. Henrietta er án efa flottasti “Deadite” sem komið hefur í Evil Dead heiminum og eigum við greyinu honum Ted Raimi það að þakka, kjallarinn verður aldrei eins…
Sam Raimi hefur m.a. gert; The Evil Dead (1983), Evil Dead 3 Army of Darkness (1993), Darkman (1990), The Quick and The Dead (1995), The Gift (2000) og Spiderman (2002). Einnig er hann vinn í framhaldinu af Spiderman eða The Amazing Spiderman (2004).
***1/2