Útgefandi: Anchor Bay Entertainment.
Region: 1
Ég er nú löngu búinn að dæma þessa mynd og ætla ekkert að vera að gera það aftur, þið getið fundið dóma um hana á kasmír síðunni minni ef þið hafið áhuga.
Þetta er nú frekar sjaldséð, þessi diskur var gefinn út í 50.000 eintökum og er nú hætt að framleiða og einungis hægt að kaupa hann af öðrum söfnurum.
Diskurinn:
Bæði Widescreen og Fullscreen útgáfa af myndinni.
The Gore The Merrier(Making of The Evil Dead 2).
Audio Commentary, star Bruce Campell – writer/director Sam Raimi – co-writer Scott Spiegel – special make-up effects artist Greg Nicotero.
Evil Dead: Hail to The King video game preview.
Myndaalbúm.
Biography’s.
The Gore The Merrier er stórskemmtilegt, svipað og era ð finna á The Evil Dead: Book of The Dead. Svo er hitt aukaefnið svipað og venjulega.
En diskurinn sjálfur er ekki aðal atriðið við þessa elsku. Málið er náttúrulega að þetta var gefið út í 50.000 eintökum og er ekki fáanlegt sem gerir þetta að safngrip, hvert eintak er númerað þannig að hver á einstakt eintak.
Með fylgir 48 blaðsíðna bæklingur með sjaldgæfum ljósmyndum og texta. Þessi bæklingur er vel þess virði.
Ef þið hafið gaman af Evil Dead og eruð safnarar þá reynið að finna ykkur eintak af þessu, fyrir ykkur hina sem eruð ekki á leiðinni að standa í því er hægt að fá venjulegt eintak á góðu verði hjá flestum netbúðum.
Niðurstaða:
Mynd - ***1/2
Aukaefni - ****
Söfnunargildi - ****
Til sölu hjá,
EKKI FÁANLEG HJÁ SÖLUAÐILUM.