Leikstjóri: Mike Mendez.
Handrit: Chaton Anderson.
Leikarar: Joanna Canton, Dax Miller, Adrienne Barbeau…etc.
Special FX: Dean Jones.


Ekki hef ég nú fjallað ýkja mikið um Demon myndir sem vilja nú oftast vera klisjukendar en samt geta orðið frekar ógnvekjandi. Þar má helst nefna Demons (1985) “eftir” Dario Argento og svo Night of The Demons. Fyrir utan alveg helling af öðrum.
Það er yfirleitt tveir hlutir sem einkenna þessar myndir. Þ.e. mjög góð föðrun, sem er yfirleitt í top flokki og svo er það “one-linerar” og hallærislegar senur.
Maður myndi nú halda að mynd eins og The Convent sem er nú frá árinu 2000 væri þá gott dæmi um þetta, ekki alveg.
Þessi mynd inniheldur alla þessa “one-linera” sem maður gat búist við og föðrunin var svona “lala” en ekkert miðað við t.d. Demons.
Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að ég þurfi að endurskoða “to-buy” listan minn því að þetta eru önnur vonsvikin sem skella á mig í dag.

Hópur af unglingum ákveða að skella sér í klaustur til að skemmta sér þar sem það er eiginlega orðin hefð síðastliðna áratugi. Þetta er náttúrulega ekkert venjulegt klaustur, fyrir 40 árum síðan, eða réttara sagt árið 1960 var þetta kalusturskóli og ein stelpan sem hafði stundað nám þar réðst inn og drap allar nunnurnar og prestana. Ekki nóg með það heldur kveikti hún í staðnum og sagði að nunnurnar væru í raun afkvæmi satans. Hún er náttúrulega læst inni og lífið gengur sinn vana gang eftir það.
Krakkarnir sem ég sagði frá áðan er þarna til þess að nota eiturlyf og allt þetta venjulega sem búast má við af bandarískri hryllingsmynd.
Áður en langt er um liðið fara furðulegir hlutir að gerast og allt í einu eru djöflar frá helvíti farnir að andsetja blessuð börnin.
Var eitthvað satt í djöfla-nunnu sögunni?

Alveg sama hversu langur tími líður þá er maður að sjá nákvæmlega sama leik og í bandarískum hryllingsmyndum frá 1980. Það virðist ekkert breytast á því sviði.
Reyndar spinnst inní þetta annað plott um einhvern gothic hóp af vitleysingum sem er stjórnað af síðhærðum gutta með geldingarödd, hópurinn truer því semsagt að hann sé sonur satans og fannst mér atriðin með þeim skemmtilegri en allt annað í myndinni því ég hef alltaf haft gaman af því að gera grin af gothinu.
Föðrunarmeistarinn ætlaði greinilega að vera voða sniðugur og prófa eitthvað nýtt. Málið er það að notað eru neónljós sem eru látin skína framan í djöflana þannig að gerfitennurnar og línur í andlitinu verða blá og blóðið æpandi rautt. Þetta hefur örugglega hljómað sem góð hugmynd en það hefði átt að hætta við þetta um leið og þeir sáu útkomuna, þetta virkar ekki. Svo ekki sé minnst á stop-motion göngulagið, guð minn góður.
Þessi mynd var nú gerð árið 2000 og held ég að þeir sem stóðu að þessu ættu að snúa sér að einhverju öðru.

*1/2