Evil Dead (1983) Leikstjóri: Sam Raimi.
Handrit: Sam Raimi.
Leikarar: Bruce Campell, Ellen Sandwiess, Hal Delrich…etc.
Special FX: Tom Sullivan.


Einn góðan veðurdag árið 1978 kom á sjónarsviðið stuttmynd eftir nokkra rugludalla sem kallaðist Within The Woods. Þessi “mynd” mannaði Bruce Campell og var leikstýrð af Sam nokkrum, Raimi. Myndin var tekin upp á einni helgi en þetta littla verk átti eftir að ýta af stað einni bestu hryllingsmyndaseríu sem gerð hefur verið. Útaf þessu rugli sem fest var á filmu fékk Sam Raimi fjármagn til að gera það sem var upphaflega takmarkið.
Árið 1983 kom svo út myndin The Book of The Dead sem var breytt í einfaldlega Evil Dead.
Myndin gekk berserksgang og slog rækilega í gegn öllum til mikillra undrunar því að gagnrýnendur voru búnir að skíta hana íllilega út. Því var örugglega að þakka að sögur um myndina bárust eins og eldur í sinu og vildu allir sjá hana.
Ekki var þó allt dans á rósum í sambandi við þessa mynd heldur átti að fá bann á hana því að sagt væri að svona myndir kvöttu til morða og annarra ódáða. Ekki gekk það nú eins og óskað því var sýnt fram á að Evil Dead væri nú ekki beint hægt að líkja við raunveruleikann. Samt hvarf hún eftir þetta af sjónarsviðinu og var nánast ómögulegt að komast yfir hana… núna eru aðrir tímar og er greiður aðgangur fyrir vitleysinga eins og mig til að sjá meistaraverk í sögu hryllingsmyndanna, ein besta hryllingsmynd allra tíma er án efa Evil Dead.

Nokkrir vinir halda útí skóg til að eyða helgi í afskektum kofa. Ash, Cheryl, Scotty, Shelly og Linda mæta á staðinn og er greinilegt að enginn hefur verið þarna í nokkurn tíma.
Þau fara að koma sér fyrir og eftir nokkra furðulega atburði þá fara þa að skoða kjallarann þar sem þau finna upptökutæki og bók hina dauðu. Þau spila spólu sem var í upptökutækinu sem er greinilega rannsóknir fyrrum íbúa kofans á bókinni. Eftir að búið er að spila nokkrar þýðingar uppúr bókinni þá vaknar eitthvað djöfulegt í skóginum. Félagarnir þurfa að horfa uppá vini sína andsettna og veit enginn hver er næstur.

Þótt að þetta er mjög ódýrlega gert þá kemur þetta snilldarlega út. Sam Raimi leikstýrir vel og kemur með sígilda hryllingsmynd sem fáir munu gleyma.
Bruce Campell kemur hér first fram og hitter beint í mark því að það er ekki síst honum að þakka að þetta er ógleymanlegt verk.
Myndatakan var einstaklega frumleg í þessari mynd og eins má segja um hljóðið, enn í dag er þetta einstakt.
Sam Raimi hefur ekki fengið nógu mikla athygli fyrir utan Evil Dead myndirnar en nú er kannski eitthvað að breytast, hann hefur m.a. gert; Evil Dead 2 Dead by Dawn (1987), Evil Dead 3 Army of Darkness (1993), Darkman (1990), The Quick and The Dead (1995), The Gift (2000) og Spiderman (2002). Einnig er hann vinn í framhaldinu af Spiderman eða The Amazing Spiderman (2004).

****