<a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/3-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>
<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Changing+Lanes+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>
Changing Lanes er ein af þessum kvikmyndum sem maður spáir mikið í eftir að hafa horft á hana. Hún hefur verið auglýst sem einskonar tryllir en hún er mikið meira og er mun betri en flestar myndir í þeim flokki eru. Við erum með tvo menn sem lenda í hvor öðrum. Við getum ekki beint haldið með öðrum þeirra, þeir eiga báðir sök og maður getur séð ástæður þeirra beggja.
Mennirnir tveir eru Doyle Gipson (Samuel L. Jackson) og Gavin Banek (Ben Affleck). Doyle er fráskilinn og selur tryggingar, Gavin er lögfræðingur og er giftur dóttur vinnuveitanda síns. Einn föstudagsmorguninn (á föstudeginum langa, meira að segja) eru þeir báðir að flýta sér og lenda í árekstri. Þeir þurfa báðir að fara fyrir dómstól, en útaf mjög ólíkum ástæðum. Doyle þarf að stöðva fyrrum eiginkonu sína frá því að flytja burt með syni þeirra og Gavin þarf að fara með skjöl sem geta aflað fyrirtæki tengdaföður síns tugi milljóna dala. Þegar þeir lenda í árekstrinum vill Doyle hafa allt á hreinu, enda vanur að sjá um tryggingar en þegar að Gavin finnur ekki tryggingarkortið sitt eftir mikla leit í töskunni sinni þá keyrir hann bara burt og neitar að gefa Doyle far, “Better luck next time” kallar hann og keyrir burt frá Doyle.
Núna fer allt til fjandans; Doyle verður of seinn í réttinn og konan fær að flytja burt með strákanna og Gavin kemst að því að hann hefur misst mikilvægu skjölin og ef hann finnur þau ekki áður en dagurinn er á enda er hann í djúpum skít. Á svipuðum tíma sér Doyle að hann hefur einhverja ókunnuga möppu á sér.
Gavin fattar strax að Doyle hlýtur að hafa möppuna en Doyle vill ekkert með hann hafa. Gavin hafði ekki hjálpað honum, af hverju ætti hann þá að hjálpa honum? En það er mikið sem liggur undir og áður en þeir vita af eru Gavin og Doyle komnir í bullandi stríð við hvorn annan.
Auðveldast er auðvitað að halda með Doyle, hann er kynntur sem óvirkur-alkóhólisti sem á þá hættu að missa börnin sín fyrir fullt og allt. Hann er að reyna að bæta sig, hann hefur fengið lán og vill kaupa hús handa konunni og strákunum en við fáum alltaf að sjá meira og meira af innri persónu hans. Hann hefur mikið skap og vill hefna sín þegar hann getur.
Eins og með Doyle þá er mjög létt að stimpla Gavin sem vonda karlinn. Það var nú hann sem keyrði bara burt þegar hann var beðinn um hjálp. En, eins og við komumst af, þá var hann undir miklu álagi, ekki bara útaf peningunum heldur var hann í hættu að lenda í fangelsi ef hann skilaði ekki inn þessum skjölum. Hann vill helst ekki gera Doyle neitt illt og sér eftir því strax og hann hefur gert það, en þegar mikið liggur undir er maður tilbúin að gera ýmislegt.
Það er svolítið sérstakt að sjá hvernig eiginkonurnar taka á þessu máli. Valerie Gipson (Kim Staunton), vill að Gavin svífist einskis til að fá sínu framgengt og þegar hann spyr hvort að hann vilji virkilega gera eitthvað ólöglegt til þess að fá sínu fram þá hvíslar hún að honum “I could have chosen to marry an honest man. But I married you, Gav. We're a team”. Fyrrverandi kona Doyles tekur öðruvísi á málunum. Hún hefur þurft að þola skapbrestina og afsakanirnar í mörg ár og segir við hann, þegar hann reynir að afsaka sig á hvernig málin eru, “This is the kind of thing that always happens to you. You just won't let anything go. And I'm tired of it”.
Handritið eftir Chap Taylor og leikstjórnin eftir Roger Michell (Notting Hill) eiga mikinn heiður skilið. Það er skipt á milli Doyles og Gavins til að sýna viðbrögð þeirra við ‘hrekkjum’ hvors annars á oft mjög skemmtilegan máta og er mjög vel staðið að myndinni yfirhöfuð. Samuel L. Jackson og Ben Affleck eru báðir mjög góðir, einnig Toni Collette (Muriel's Wedding, Sixth Sense, The) alveg frábær. Augljóst er að þessi mynd mun standa upp þegar farið verður að kjósa til verðlauna í lok ársins.