Sweet Home Alabama <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/2-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Sweet+Home+Alabama+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>

Sumar myndir þurfa ekki að hafa ‘spoiler’ viðvörun við greinarnar sem segja frá þeim, sumar myndir eru svo ótrúlega augljósar að allir sem hafa séð trailerinn eða hafa lesið stutta lýsingu á söguþræðinum vita nákvæmlega hvernig þær munu enda. Sweet Home Alabama er ein af þessum myndum. Það sjá allir strax með hverjum Reese Witherspoon endar með. Af hverju er ég þá að hafa “spoiler viðvörun” fyrir ofan greinina með breiðum stöfum spyrja einhverjir. Það er nefnilega alltaf einhverjir sem reyna að finna eitthvað til að nöldra útaf, þeir sömu og verða brjálaðir þegar einhver talar um að Darth Vader hafi verið pabbi Luke Skywalkers í Star Wars eða að James Bond nái að bjarga heiminum í [setja inn nafn á James Bond mynd hérna], svo það er gott að hafa varan á hlutunum.

Málið er að þegar við horfum á svona myndir þá erum við ekkert að búast við því að fá rosa óvæntan endi að hætti The Usual Suspect svo að þetta dregur myndina ekki eins mikið niður og það mundi gera ef við værum að tala um annan flokk kvikmynda.

Sweet Home Alabama segir sögu Melanie Carmihael (Reese Witherspoon) hún hefur komið sér vel fyrir í New York sem fatahönnuður á svo virðist sem mjög stuttum tíma. Hún virðist lifa fullkomnu lífi þarna, nýjasta tískusýningin hennar fékk góða dóma og ríki kærastinn hennar Andrew Hennings(Patrick Dempsay), sonur borgarstjórans (Candice Bergen), er ný búin að biðja hennar. Það er bara eitt vandamál, hún er ennþá gift. En Melanie drífur sig bara aftur til Alabama með skilnaðar skjölin sín og reddar málunum. Þá kemur annað vandamál, núverandi eiginmaður hennar Jake (Josh Lucas) er ekkert á því að skrifa undir. Melanie þarf þá að stoppa aðeins lengur í litla bænum hennar með foreldrum hennar og vinum.


Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan endir þá hafði ég gaman af myndinni. Það er ágætur húmor í henni og er hún mjög fyndin á köflum. Það skemmir ekki að aðalleikkonan er Reese Witherspoon (Legally Blonde, Election) sem, að mínu mati, er ein hæfileika ríkasta leikkonan í Hollywood í dag. Fred Ward (Tremors), einn af mínum uppáhalds ‘ónafngreindu’ leikurum, er einnig með nokkuð stórt hlutverk sem pabbinn Earl.

Ég hef verið svolítið að spá hvort að litlir bæir í Bandaríkjunum séu einsog þeir eru í kvikmyndunum. Svona smábæir eru næstum alltaf eins (fyrir utan Castle Rock kannski); allar hurðir ólæstar, allir þekkja alla með nafni, bökur á gluggasyllum og ekki má gleyma körlunum sem endurskapa frægar orrustur í gömlum stríðum eða það að allir klappa þegar lag sem ber nafnið á fylkinu sem bærinn er í. Ætli þetta sé ekki svipað því að allir í útlöndunum haldi að vér íslendingar séum alltaf að hlusta á Björk í snjóhúsunum okkar.