Útgefandi: Anchor Bay Entertainment.
Region: 2

Ég er nú löngu búinn að dæma þessa mynd og ætla ekkert að vera að gera það aftur, þið getið fundið dóma um hana á kasmír síðunni minni ef þið hafið áhuga. En það fer enginn að segja ykkur það að þetta sé ekki ein af bestu hryllingsmyndum sem til er.


Diskurinn:

Óklipt útgáfa.
Audio Commentary með Sam Raimi og framleiðendanum Robert Tapert + annað með Bruce Campell.
Trailer.
Myndaalbúm (mjög skemmtilegt).
Tökur sem voru ekki notaðar og filmur af tökum(behind the scenes & outtakes).
Þrjár heimildarmyndir þar á meðal ein eftir Bruce Campell sem er mjög skemmtileg.
+fullt af öðru.


Fyrir utan allt þetta þá er coverið það flottasta sem ég hef séð(Tin útgáfurnar ekki taldar með þ.e.a.s.). Coverið er bókin sjálf, gerð eftir Tom Sullivan sem gerði bókina fyrir myndina ásamt fleiri hlutum. Þegar þú opnar coverið flettiru í gegnum eins blaðsíður eins og voru í bókinni í myndinni, virkilega flott og vel gert.
Auðvitað fylgir bæklingur með sem rekur sögu The Evil Dead alveg frá því að Sam Raimi var að leita að útgefanda.

Niðurstaða:

Mynd - ****
Aukaefni - ****
Söfnunargildi - ****



Til sölu hjá,
www.amazon.co.uk
www.play.com