Hver hefði trúað því að sorakjafturinn Eminem myndi gera það gott í kvikmyndaheiminum? Fáir trúi ég. Ég var allavega ekki á meðal þeirra.
Nýja og jafnframt hans fyrsta kvikmynd, 8 Mile hefur verið að fá hina fínustu dóma vestanhafs, þá sérstaklega fyrir mjög góða frammistöðu rapparans.
Þetta eru svona fyrstu viðtökur og er þá aldrei að vita hvað tekur við á eftir því, en hvað um það, alltaf jákvætt að fá góðar viðtökur.
Þess má geta að það eru engin smánöfn bakvið myndina. Leikstjórinn er Curtis Hanson sem leikstýrði m.a. hinni frábæru L.A. Confidential og Wonder Boys. Kim Basinger leikur einnig í 8 Mile.
Brian Grazer framleiðir myndina, en hann gerði það einnig með A Beautiful Mind.
8 Mile verður frumsýnd á Íslandi 28. febrúar.