Flott safn! Aldrei verið illa við 1 - 2 - 3, sé ekki afhverju þær eiga að vera svona slakar. Vissulega ekki fullkomnar og á engan hátt sambærilegar ABY myndunum, enda allt annað þema þarna í gangi. Í fyrstu þrem ertu að fylgjast með lýðveldinu mikla þar sem söguhetjurnar eru í kjarna heimsins, en í gömlu myndunum erum við að fylgjast með uppreisnartöppum sem fela sig í einhverjum krummaskurðum út um allan heim. Ekki jafn mikil dýpt á ferð og myndin stólar mikið meira á söguna og örfáa karaktera. Það er í EU þar sem aðrir karakterar eru blásnir lífi og svo í BBY myndum.
ABY = After Battle of Yavin IV (4, 5, 6)
BBY = Before Battle of Yavin IV (1, 2, 3)