Ég trúi ekki að þessi orð eru að rata úr mínum munni, en þessi mynd er frekar góð. Uwe Boll skrifar og leikstýrir og tekst með ólíkindum að skapa frekar skemmtilega atburðarrás um þunglyndan táning sem er þreyttur á fjölgun íbúa jarðar og gerir þar sem hver unglingur með morðæði í augum og blóðþorsta í munn myndi gera: ganga berserksgang.
Það sem er líka fyndið er að myndin er fyndari en “grínmyndin” Postal þrátt fyrir að hún tekst á við viðkvæm málefni eins og með Columbine-árásina.
Ef ég á að hrósa illmenninu á bakvið myndina fyrir eitthvað, þá er hann að taka skref í rétta átt. Í stað þess að leikstýra bara myndum byggðum á tölvuleikjum kemur hann með eitthvað original frá sínu eigin hugartetri.
Don't stop scratching 'til you see the blood.