Ræmu-tvenna Horfði á tvær myndir um daginn, Natural Born Killers (mynd t.v.) og 25th Hour (t.h.).

25th Hour er fín mynd. Edward Norton hefur alltaf farið frekar mikið í taugarnar á mér í öðrum myndum með honum og hann hélt áfram að vera pirrandi í þessari, en þó ekki jafn mikið og í hinum. Aukaleikararnir stóðu sig ágætlega. Philip Seymour Hoffman var …tja … Philip Seymour Hoffman, Anna Paquin var ágæt en mér fannst Barry Pepper standa sig best í myndinni.

Þessi endurtekningar skot hjá Spike Lee voru dáldið furðuleg því hann notaði þau svo sjaldan í þessari löngu mynd. Þau voru í raun frekar truflandi.

Myndin var enganveginn nógu þétt og dáldið samhengislaus á köflum. Væminn endir og skilur eftir sig óþarflega margar spurningar.

Lee var einfaldlega að reyna of mikið með þessari mynd. 2 1/2 stjörnur af fimm.


//////

Natural Born Killers kom mjög á óvart. Það er hægt að lýsa myndinni sem Tarantino ræma á óþarflega miklu spítti. (Tarantino skrifaði upprunalega handritið að myndinni)

Myndin er rússibanaferð. Klisjukennt orðalag, i know, en þetta er satt.

Rússibanaferð + smá draugahússferð, undir LSD áhrifum, má segja.

Myndin er skemmtileg en dáldið einföld/barnaleg ádeila á ofbeldi í nútíma-miðlum.
,,Inyourface" mynd fyrir fótboltsmömmur og pólitíkusa.

Allir leikararnir standa sig mjög vel, og það er augljóst að þau skemmtu sér konunglega við gerð hennar. Gott mixteip sándtrakk og trippý kvikmyndataka.

Það hefði verið gaman að sjá Tarantino gera sína útgáfu, en þessi útgáfa Oliver Stone er samt mjög góð.
4 stjörnur af fimm.