Þar af leiðandi er rökrétt að reikna með því að þróunarkenningin sé rétt. Auk þess vil ég meina að það sé ekki hægt að “trúa á hana”, hún einfaldlega er rétt eða ekki.
Jafnframt væri órökrétt að halda því fram að eitthvað trúarbragð hefði öll rétt svör við heiminum, þar sem gjörsamlega ekkert styður eða bendir á það.
pirrar mig soldið þegar fólk segir að trúarbrögð eru bara blekkingar og gefur mannig gervi von meðan þróunarkenningar mannsins eru bara ósköp svipaðar.
Þetta er mjög röng hugsun, herra roy. Mjög.
Persónulega finnst mér, ja, “veikt” að nota trú til að komast upp úr þunglyndi.
Að spinna sjálfan sig í lygavef og lifa í sjálfsblekkingu til að geta sætt sig við lífið finnst mér veikt.
Algjörlega verið að skíta yfir rökhugsunarmöguleika mannsins. En auðvitað væri betra að vera trúaður heldur en fastur í þunglyndi, og ef þetta er það eina sem fólk getur notað þá ætti það auðvitað að gera það.
Samt finnst mér það frekar aumkunarvert.
Þunglyndislyf draga úr eða auka framleiðslu ýmiskonar efna í líkamanum og ég sé ekki mikið að því ef þess er þörf.
Mitt álit, að sjálfsögðu.