Tim Burton gerir fínar myndir og allt það en það að setja hann á þennan stall sem sumir (og þá meina ég grunnskólakrakkar) vilja setja hann á er álíka asnalegt og að setja J.K. Rowling í flokki með Dostoyevski eða Nabokov.
Þetta eru myndir sem höfða sérstaklega til krakka á aldrinum 12 - 16 ára sem falla ekki í þá gryfju að aflita á sér hárið eða sveifla nýgrónum píkuhárum framan í alþjóð. Ég er sem sagt að tala um þann hóp krakka sem fellur ekki undir skilgreiningar eins og “hnakkar” eða “smápíkur”.
Burton myndir líta í fyrsta lagi mjög vel út. Það eitt og sér fær fólk til að halda að myndirnar hans séu betri en þær í raun og veru eru. Þ.e.a.s. fólk sem vantar þá óendanlegu visku og lífsreynslu sem finnst í einstaklingi eldri en 16 ára.
Í öðru lagi - og náttúrulega ekki algjörlega óskylt því sem ég sagði í fyrsta lagi - þá held ég að það sé eitthvað við gotneskan stíl Burtons sem laðar sérstaklega að sér krakka á fyrrnefndu aldursbili. Án þess að þykjast geta útskýrt fyllilega hvað það er veldur þessu, þá finnst mér ekki ólíklegt að þetta tengist allt saman þeirri “angist” sem fylgir því að vera unglingur.
Þó að ég geti alveg haft gaman af Tim Burton þá lít ég á Burtonmania tímabilið sem jafn skýrt og hverfult þroskaferli og fyrsta punghárið.
Svo við snúum okkur svo að öðru: segðu mér aðeins frá nærbuxunum þínum.