Það að downloada hlut af netinu er ekki það sama og að stela honum. En já allveg rétt hjá þér, ef þetta er góð myndi/diskur þá á maður að sjálfsögðu að kaupa hana og styrkja þar með höfundinn.
Allveg rétt, það er lögbrot en samt sem áður ekki þjófnaður heldur brot á höfundarrétti. Ætli það hafi ekki verið orðalagið hjá þér sem ég var að derra mig yfir.
Ekki samkvæmt íslsenskum lögum, og áður en einhver fer að væla um það þá ætla ég ekki að koma með link því til sönnunar. Verður bara að trúa mér eða ekki. ;)
Það sem dvd gerir kleift er þetta. Þú getur átt myndina í mörg mörg ár ef þú hugsar um hana. Það koma aldrei vírusar inná Dvd diskana. Þú getur verið fullvissaður um góð gæði. Og svo geturu horft á myndina í sjónvarpinu frammi í stofu, herberginu eða jú bara tölvunni og auðvitað tekið hana með þér til einhvers annars. Special features sem er næstum aldrei hægt að downloada. Það er svo margt.
Þú MUNT eiga DVD mynd mun lengur heldur en downloadað efni ef þú setur myndina alltaf aftur í hulstrið eftir notkun.
Special Features er eitthvað sem ég hef held ég aldrei séð. Og jú það eru töluvert margir sem hafa gaman af því. Allavega innan míns vinahóps.
Ég heyri oft af liði sem downloadar skaðlegum vírusum sem geta oft verið mjög kostnaðarsamir. Og ef þú hefur ekki sett myndirnar á einhvern backup stað þá já geta þær þurkast af tölvunni. Þá byrjar það skemmtilega ferli að þú þarft að downloada þeim aftur ;D.
Ég er varkár persóna þannig ég mun halda mig við DVD diskana heldur en downloadað efni og frekar spila tölvuleiki á tölvunni.
Hard Candy er að mínu mati frábær mynd og Ellen Page sýnir þar og í fleirum myndum að hún er frábær leikkona sem á glæstan feril framundan ef að hún heldur áfram að taka að sér góð hlutverk. Og ég segi nú bara að þótt að myndin fjalli um þetta málefni sem að hún fjallar um þá þarf maður ekki að vera óheilbrigður til þess að þykja þessi mynd góð.
Og ég segi nú bara að þótt að myndin fjalli um þetta málefni sem að hún fjallar um þá þarf maður ekki að vera óheilbrigður til þess að þykja þessi mynd góð.
Gott að þú skulir hafa lesið það úr svari mínu. Ég sé að ímyndunaraflið er í góðu lagi hjá þér.
Það greip mig eitthvað stundarbrjálæði í Elko, keypti þessa og Fear & Loathing in Las Vegas en ég hef klárað hvoruga þrátt fyrir marg ítrekaðar tilraunir..
Shiiiittt…. var að enda við að hrósa þér fyrir Oldboy collector's edition og svo áttu líka Hefndartrílógíuboxið! Þú þarft að passa þig að ég komi ekki bara og steli þessu frá þér ég er svo öfundsjúkur. Jæja, þetta er bara hvatning til þess að ég fari loksins að drulla mér að panta þetta á netinu
In such a world as this does one dare to think for himself?
lang ánægðastur með stanley kubrick safnið. hann er mesti snillingur i heimi. serstaklega clockwork orange og shining. á þetta safn lika en keypti mitt á spáni. annars geðveikt dvd safn
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..