Myndin reynir vissulega að vera ógeðfelld, reynir raunar svo mikið að hún verður alltof gervileg.
Þau atriði sem sýndu slátrun á lifandi dýrum fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ég hef hinsvegar vanið mig á að líta á svoleiðis efni útfrá sama sjónarhóli og fólk fylgist með krufningu mannslíkama, nauðsynlegt og náttúrulegt, jafnvel áhugavert.
Þeim atriðum var auðvitað troðið inn í myndina akkurat til að valda hryllingi, sem sýnir betur fram á hversu smekklaus þessi mynd er.
Mín skilgreining á alvöru hryllingi (innan kvikmynda) sést mun skýrar í myndum sem byggðar eru á sannsögulegum harmleik.
Ég tala nú ekki um það efni sem finnst á netinu, ljósmyndir og myndbönd, sem sína ofbeldi og mannvonsku í sinni vertstu mynd.
En já, takk, ég er ansi hardcore gaur.
Stranger things have happened