
Stanley Kubrick (26. júlí 1928 – 7. mars 1999) var bandarískur kvikmyndaleikstjóri. Myndir hans eru taldar hafa markað tímamót í kvikmyndasögu 20. aldar. Meðal þekktustu mynda hans eru Dr. Strangelove (1964), 2001: A Space Odyssey (1968) og A Clockwork Orange (1971).