…því strákar á unglingsaldri líta á þær sem biblíuna sína
Þetta var það eina sem ég sagði. Ég er að tala um stráka hérna og tel mig þar af leiðandi undanskilda úr umræddum hópi þrátt fyrir að vera semi-unglingur sjálf.
Ég sagði ekki ‘strákar á mínum aldri’ þar sem að ég var að tala um stráka ca. 12-16. Það er almennt gríðarlegur þroskamunur á fólki í unglingadeild/fyrsta 1-2 árum menntaskóla og því sem er komið á seinni ár framhaldsskóla/háskóla.
Þú gætir verið að rugla þessu við það að ég var að patroniza þennan hóp dálítið…enda viðurkenni ég það fúslega. Þeir sem dásama þessa mynd fyrir það hvað hún er ótrúlega töff og hvað þeir mundu þokkalega gera það sama…án þess að meta myndina fyrir alvöru gæði. Hingað til hef ég heyrt svipuð komment frá ca. 20-30 einstaklingum. Allir með tölu strákar á fyrsta ári í framhaldsskólanum mínum.
Mér finnst ég alveg hafa ástæðu til að setja mig á hærri hest en þeir hvað varðar kvikmyndasmekk og mat á kvikmyndum…en þetta heitir víst ekki smekkur á ástæðulausu…þeir eiga svosem rétt á sínum skoðunum…ég er bara ekki sammála.
Ég gaf aldrei í skyn að ég væri eldri…einungis klárari og þroskaðari. Sem er í rauninni ekkert sem ég er fær um að dæma sjálf…en svona er maður.