Ég er nú reyndar ekki alveg viss hvar ég frétt af henni fyrst. Svo sá ég hana í nexus á dvd og þessi mynd er alveg rosaleg. Ekki margar stríðsmyndir sem eru líkar Come & See.
Come and See (Rússn. Idi i smotri). Já eins og einhver sagði hér fyrr, þá sá ég þessa mynd á KvikMA sýningu.
Nánar um myndina: Myndin er frá Sovétríkjunum og var gerð árið 1985 ca. Aðalleikarinn fullyrti það að í sumum atriðunum voru notaðar alvöru byssukúlur sem stundum flugu aðeins 10 sentímetra fyrir ofan höfuð hans, sem sést vel “kýr atriðinu”.
Bætt við 5. janúar 2007 - 18:53 Og hún gerist í Seinni Heimstyrjöldinni árið 1943 í hertekna hluta Hvíta-Rússlands. Myndin er aðallega á rússnesku, en hún á líka að vera smá á hvít-rússnesku og svo auðvitað á þýsku. Það heyrist eða sést (minnir mig) engin enska, sem er bara lúxus finnst mér þegar maður horfir á svona myndir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..