Sammála. Hann á svo ótrúlega marga leiksigra að baki að það er ónáttúrulegt. Hann hefur afrekað svo margt á sínum ferli að fáir munu toppa það. Í rauninni hefur hann ekki leikið í mörgum myndum miðað við aldur og hvenær hann byrjaði að leika (1958), en hefur þess í stað einblínt á vönduð og “challenging” hlutverk, óhræddur við að prófa nýja hluti. Ég er ekki viss um að margir leikarar með svipaðan bakgrunn og Jack hefðu þorað að leika Jókerinn eftir tiltölulega óþekktan leikstjóra (Tim Burton að sjálfsögðu).
Ég hefði viljað sjá Jack leikstýra oftar þó ferill hans sem leikstjóri sé ekki ýkja glæsilegur - ég held samt að hann hafi hæfileika eins og Clint, fagmaður fram í fingurgóma og með metnað til að bæta sig.
Þó ég sé ekki mikill Scorsese fan og í rauninni forðast myndirnar hans, þá held ég að The Departed geti verið góð og spái því að Jack-inn sýni stórleik. Hver veit nema Jack fái sinn fjórða Óskar? Það verður allavega forvitnilegt að sjá hann sem glæpaforingja.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.