Í næstum öllum atriðunum hélt maður að eitthvað væri að fara að gerast…
Jájá, myndin gaf það svosem alltaf í skyn að eitthvað væri að fara að gerast. Hinsvegar gerðist aldrei neitt, nema í blálokin. Og í raun byggði myndin ekki upp neina spennu. Nokkur væg bregðuatriði sem sinna engum tilgangi.
Hið svakalega illmenni lætur ekki sjá sig fyrr en á síðustu mínútum myndarinnar og gerist ekki neitt.. Það fer rúmur klukkutími í að byggja upp spennu og hvað gerist? Ekkert.
Þetta er svosem lala unglingahrollvekja en fyrir hið þjálfaða auga eða bara vana kvikmyndaáhorfendur þá er hér um innihaldslítinn plastpoka að ræða.