Reyndar þá er sögnin um að vampírur deyji ef sól skín á þær í mjög fáum þjóðsögum og það sem varð til þess að hún er svo útbreidd er einmitt Nosferatu, í sögu Bram Stokers þá gekk Drakúla um götur Lundúna um hábjartan dag!
Max Schreck lék í mörgum öðrum myndum og er það eitt nóg til að afsanna það að hann hafi verið Vampíra en það er satt að hann lét aldrei sjá sig við tökur á Nosferatu nema í fullu gervi, hann dó arið 1936.