Sammála, þetta er virkilega góð mynd þó hún sé ekki skemmtileg. Þetta er engin afþreying heldur þvert á móti tekur á alvarlegu máli sem er vopnasala.
Persónan sem Nicolas Cage leikur er ógeðsleg, mig langaði á tímabili að fara inn í myndina og lemja hann í spað. Hugsunarháttur eins og hann líkar temja sér - að selja vopn sem stuðla að fjöldamorðum í Afríku, S-Ameríku og gömlu Sovét - að það sé ekki hans mál því hann taki ekki í gikkinn, þá er honum sama. Hann er bara að stunda viðskipti. Svona viðhorf sló mig. Mjög verðug mynd sem allir ættu að sjá því hún fékk mig til að hugsa um þessa hlið heimsins sem ég hafði aldrei spáð í fyrr.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.