Njaa, sko. Ég var með honum í flugvél frá Marokkó, og við borðuðum sama matinn, kjúklingabringu með kartöfflugraníti, en bara því miður ekki saman. Ég sat ég venjulega flugfarrými en hann sat í business class.
Hann þurfti ekki að bíða í flugstöðinni eftir að komast í flugvélina, heldur gekk hann bara beint í gegn, risastór, og fólk sem að hélt á sólhlíf fyrir hann og allt fullt af lífvörðum í kringum hann. Maður mátti ekki fara inn í flugvélina að framan, heldur var gengið inn að aftan.
Svo þegar okkur venjulega fólkinu var hleypt inn í flugvélina(það var gengið út á flugvöll, ekki í gegnum svona rana) þá er allt fullt af lögreglugaurum með heavy byssur og allt út í scheiffer hundum og þvílíkt vesen.
Það var harðlæst og lokað í buisness class farrýmið svo maður gat ekki laumast til að sjá hann í nálægð.
Svo þegar komið var á Heathrow, þá var drullu löng bið að fara úr flugvélinni, þrátt fyrir að hafa verið stopp mjög lengi.
Það má draga þá ályktun að hann sé svolítið snobbaður, og hefur kannski efni á því. Við erum nú að tala um Sir. Sean Connery.
Lallz