DVD
Gandalfur sést hér á gangi í óbyggðum. Fyrsta LOTR myndin verður frumsýnd 21 desember á Íslandi. Yfirmenn New Line Cinema sáu nýlega fyrsta uppkastið og voru svo ánægðir að þeir hafa gefið Peter Jackson algjörlega frjálst leyfi hvernig hann vill hafa myndirnar, þar á meðal að lengja fyrstu myndina í ca 3 tíma. Vegna þessa hefur fjöldi tæknibrellna verið aukinn og kostnaður vegna fyrstu myndarinnar er talinn vera kominn vel yfir 100 milljónir dollara.