Sci-fi og fantasíumyndin Brazil (1985) í leikstjórn Terry Gilliam er ein flottasta, furðulegasta og magnaðasta mynd sem gerð hefur verið. Hún var umdeild í upphafi, eins og svo mörg meistaraverk, og langur tími leið frá því myndin var kláruð og þar til hún var frumsýnd m.a. vegna deilna við framleiðendur. Það er skylda allra sannra kvikmyndaáhugamanna að láta þessa mynd ekki framhjá sér fara.
“I don’t think I could make Brazil
or anything like it again.”
—Terry Gilliam