Án þess að kaupa sjónvarpskort, þá er bara eitt sem þú getur gert. Það er að nota DV videomyndavél sem hefur Analog In (allar Canon hafa svoleiðis, og margar aðrar týpur) eða kaupa þér DV Converter (t.d. frá Sony) og taka svo efnið inn í gegnum firewire (hægt að gera það beint án þess að taka upp á dv tape).
Auðvitað ertu þar með negldur við DV format sem tekur soldið mikið pláss, eða 1GB = 5 mínútur.
En, ef þú ert bara að taka af VHS, þá er þetta overkill… fáðu þér bara eitthvað ódýrt sjónvarpskort með Video In porti og taktu upp beint á tölvunni (getur notað ókeypis hugbúnað eins og VirtualDub). Ekki setja beint í MPEG nema þú sért með mjög öfluga tölvu (og jafnvel þá er það ekki nógu gott), heldur skaltu setja beint í AVI og nota góðan codec. Sá besti uppá gæði, er Huffyuv (þjöppun án gæðataps) en hann tekur meira pláss en DV, eða 1GB = 2 mínútur. Annar codec sem ég nota með góðum árangri, og tekur mun minna pláss (þjöppun með mjög litlu gæðatapi) er MJPEG (ég nota PicVideo MJPEG). Með þessum er plássnotkun minni en bæði DV og Huffyuv, eða um 1GB = 7 mínútur.
Úr þessu formi geturðu svo þjappað niður í MPEG og sett á geisladisk eða dvd (ég mæli með TMPGENC) í miklu betri gæðum en ef þú tekur upp beint í mpeg.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Allur hugbúnaður og codec sem ég minnist á, má finna á
http://doom9.org sem einnig hefur mikið af upplýsingum og leiðbeiningum. Eins er
http://www.vcdhelp.com með mikið af góðu efni.
Góða skemmtun.
-Þór Melsteð.