Ef þú ert ekki búin/nn að sjá “Signs” ættir þú ekki að lesa þessa grein…


… … … … …

…Jæja, ég fór á þessa nýju M. Night Shamalan mynd og bjóst við nú einhverju svipuðu, góðu, eins og “Unbreakable”. Myndin byrjar nógu uppbyggjandi en þegar líður á verður manni kunnugt að eftir alla þessa uppbyggingu er ekki mikið til að byggja upp í. Eins og með allar myndir Shamalans er alltaf eitthvad falið sem æpir á þig í endan á myndinni. þessi er ekki mikið öðru vísi en miðað við hvernig þessi mynd var auglýst, sem spennumynd, þá varð “Signs” mér fyrir vonbrigðum.

Ég á eftir að horfa á fleiri myndir eftir M. Night Shamalan þótt ég var ekki sáttur við Tákn. Þótt ég hafi ekki séð eftir því að fara á hana, jú þetta er nú einu sinni Shamalan mynd, þá er þessi mynd meira en tilvalin í gamla vídeó-ið.

Tvær stjörnur.
“May you live in interesting times”