Höfundur: Rich Wilkes
Aðalhlutverk: Vin Diesel, Asia Argento, Marton Csokas og Samuel L. Jackson
Lengd: 123
Land: USA
Myndin fjallar um Xander Cage sem er áhættusportisti og er í því að leika sér á snjóbrettum, stökkva Base Jump og er mikið á brimbrettum. Út af ýmsum ástæðum vilja menn í NSA(National Security Agency) fá hann til starfa með sér.En þar sem ég held að flestir viti um hvað myndin er þá er ég ekkert að skrifa neitt meira um það.
Ég fór á þessa mynd í gær með því hugarfari að þetta væri ekki vel skrifuð mynd en gæti hins vegar verið mikil action mynd. Nú, útkoman reyndist sú að þetta var hin besta skemmtun. Virkilega flottur hasar, mikill hraði, góð tónlist, svolítið ýkt á köflum en það þarf alltaf að ýkja aðeins í svona myndum. Hvað handritið varðar var það ekkert til að hrópa húrra fyrir og voru allt of margar gloppur í þessu.Vin Diesel er alveg ótrúlega svalur í myndinni og tekur sig vel út sem njósnara. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla þá sem fíla spennu og sprengingar því að til að fíla þessa mynd á maður eiginlega bara að slökkva á heilanum og fljóta með myndinni.
Ég gef henni ***/**** einungis fyrir hasarinn.
Kveðja Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian