Núna var að koma út videospóla sem heitir Cult 1 og inniheldur 5 íslenskar cult-stuttmyndir hverja annarri betri. Þarna eru tvær stuttar splattermyndir (Limir á lausu 1&2), karatemynd (Grátandi api, ballett í leynum), kaldhæðin action/comedy mynd (Heddarinn 6)og síðan ein stutt mjög spes mynd (Materialistic love).
Myndirnar er hægt að leigja á Laugarásvideo, Grensásvideo, Sesar video, Tröllavideo, James Bönd videoleigunni eða í Nexus.
Síðan mun spólan vonandi koma í fleiri videoleigur og í sölu á Videosafnaranum og þvílíkum búðum.
Nánari upplýsingar um spóluna má nálgast á slóðinni: www.lagmenning.is/cult.html