Best er að geyma það að kaupa myndir sem kosta þetta mikið. Ágætt verð fyrir DVD disk er ca. 2000 (1 disk). Mín regla er sú að bíða þar til myndirnar eru komnar niður fyrir 2000 kallinn. Það borgar sig að kaupa á netinu ef þú kaupir margar í einu. (Eitt trikk sem gott er að nota til að koma diskunum til landsins án þess að borga toll er að ef þá átt ættingja t.d. í Bandaríkjunum þá læturðu senda þeim pakkann, og þeir senda hann áfram til landsins sem gjöf og skrá verðmæti hennar mest ca. $75). Annars er best að gera verðsamanburð bara sjálf/ur. Varastu hinsvegar gylliboð eins og “10 DVD for 49c each!!” og þannig bull. Það er bara gylliboð sem skyldar þig til að kaupa allt að 100 DVD myndir á ári.
___________________________________________________