Hvað er með okkur hér á Íslandi og þröngsýni okkar. Eina sem ólk vill horfa á er einhverjar helvítis kanaklisjur sem er búið að gera 250 sinnum á einu ári. Allt fjallar þetta um lokaballið og þetta, síðan af og til eru gerðar grínmyndir af þessum grínmyndum.

'a bekkjarkvöldum og svona þegar koma á hvaða mynd á að horfa á eru allir heilaþvegnir af þessum auglisýngarugli. Þegar ég eða einhver nefnir einhverja danska mynd þá taka allir andköf og verða allveg brjálaðir. Persónulega finnst mér Danir gera einar af bestu myndum í heimi, en útaf þeir eru ekki með þennan helvítis glansbrag yfir öllu fá þeir ekki jafn mikla athygli. Ef þú þarft að punta mynd svona rosalega utanfrá þá hlýtur að vera eitthvað ábótavant við pælingar í myndinni, enda er lítið um pælingar í bandarískum myndum.

Þið eruð kannski(vonandi) ekki svona einfaldir enda eruði áhugamenn um þetta en er enginn sammála mér í þessu?