Ég sá Boiler room í gærkvöldi. Það var fátt inni sem ég var ekki búinn að sjá og enn færri sem mig langaði til að sjá, þannig að ég ákvað að skella mér á hana. Þetta er alveg ágætis þvæla. Myndin fjallar um einhvern strák sem er collage drop out. Hann vinnur sér inn peninga með því að reka spilavíti í íbúðinni sinni og er að fá ágætis peninga út úr því. Síðan einn daginn kemur gamall vinur hans til hans og bíður honum starf hjá einhverju littlu verðbréfa fyrirtæki. Hann tekur því starfi og upp úr því fer hann að fatta að fyrirtækið er að svindla. Og út úr því kemur alveg ágætis söguþráður.
Ágætismynd, vel leikin af góðum leikurum.
**1/2