Sæll!
Mér sýnist fólk eiga í einhverjum vandræðum með að útskýra þetta fyrir þér. Sé ekki betur en að þetta sé eitthvað sem 52“ widescreen, 6 diska DVD-spilari og heimabíókerfi ættu að leysa ;)
Það sem þú þarft aftur á móti að gera er tvennt:
Í fyrst lagi þarftu að finna forrit til að cracka þann hugbúnað sem þú notar til að spila DVD myndir í tölvunni. Slíkur hugbúnaður virkar yfirleitt þannig að eftir ákveðið mörg skipti geturðu ekki lengur breytt á milli region í tölvunni og því þarftu einhvers konar cracker til að aflétta þeim hömlum. <a href=”
http://www.inmatrix.com/“>DVD Genie</a> er dæmi um slíkt forrit og er hann samhæfður við flesta þá spilara sem verið er að nota í tölvum. Ef hann virkar þó ekki með þínum hugbúnaði geturðu fundið eitthvað sem gerir það á þessari sömu síðu.
Í öðru lagi er flestum DVD drifum í dag læst þannig að eftir nokkur skipti, oft 5, er ekki lengur hægt að breyta um region á spilaranum. Þetta er alveg ótengt því forriti sem þú notar til að spila diskana og myndi það ekki skipta nokkru máli þó þú formataðir harða diskinn. Einnig hefur það crack sem ég minntist á að ofan engin áhrif á það, það er engu að síður líka nauðsynlegt. Upplýsingarnar eru geymdar á sjálfu drifinu og til að breyta þeim, eða létta þeim hömlum sem þar eru, þarftu svokallað ”firmware“. Það er lítið forrit sem breytir þessum upplýsingum og til að finna slíkt forrit skaltu bara fara inn á <a href=”
http://www.google.com">Google</a> og leita eftir firmware og nákvæmu nafni á drifinu þínu.
Þú skalt þó hafa það í hug að ef eitthvað misferst í uppfærslunni á þessu firmware'i áttu það í hættu að eyðileggja DVD drifið þitt ;) Áhættan er þó hverfandi ef þú veist númerið á drifinu þínu (sjá í Control Panel -> System) og lest vel þær leiðbeiningar sem fylgja firmware upgrade'inu.
Ekki er þörf á að upgrade'a firmware'ið fyrir DVD drifið nema einu sinni og mun það vera ólæst þaðan í frá. Aftur á móti þarftu að aflæsa hverjum þeim hugbúnaði sem þú notar til að spila DVD diska.
Þetta ætti að nægja til að koma þér og tölvunni þinn í góðan gír (preferably the 6th).
Kv. thatman<br><br>| Stjórnun er sú list að framkvæma hluti í gegnum störf annarra |