Star Wars: Episode II, The attack of the clones
Í gær (20.5.) fór ég að sjá myndina Star wars, Episode II, í Smárabíói. Salurinn var fullur. Það sem særði mig mest var að undirtitillinn var The attack of the clones en myndin er als ekkert um árásina sjálfa, eða stríðið sjálft. Það er næstum því í endann á myndinni sem að Yoda segir: “Begun the clone war has”. Svo að það virkar ekki að bara að sjá eina mynd heldur verður maður að sjá allar til að ná söguðræðinum. En endilega leiðréttið mig ef að ég hef rangt fyrir mér. Þetta er svipað og að vera að lesa bók þannig að maður t.d. byrjar á bls. 256, svo les maður bls. 255, svo 254 o.s.fr. Það var nokkuð cool þegar Yoda (litli, græni kallinn) var að berjast við vonda kallinn. Myndin var ágæt fyrir utan þetta með stríðið.