Ég fór á videoleiguna um daginn og ákvað að leigja myndina Hamlet
með Mel Gibson í aðalhlutverki. Auk Mel Gibson fer Glenn Close
með hlutverk Danadrottningar, Alan Bates sem Danakonungur, Ian Holm
sem aðstoðarmaður þeirra og dóttir hans (í myndinni) Helena Bonham
Carter sem Ophelia.
Myndin er hreint mögnuð. Allir fara með leik sinn vel, og þá
sérstaklega Mel Gibson. Hamlet sagan sjálf er eitt af bestu verkum
Shakespeares, og leikstjóranum Franco Zeffirelli tekst að gera
atburðarrásina hreint frábærlega.
Ég gef myndinni ****1/2 af *****