kv. Sikker
Spider Man
Jæja, eftir langt hlé frá skrifum hef ég ákveðið að skrifa um stórmyndina Spiderman. Áður en ég fór á myndina bjóst ég satt að segja við miklu, ég meina þeir settu myndina í auglýsingu einhvern tíman í fyrra svo að maður hlýtur að búast við miklu. Myndin er ágætis skemmtun en hún er í heldur lengra lagi. Myndin er mjög óraunveruleg og oft á tíðum mikið tölvuteiknuð, sem er slæmt. Tobey Maguire leikur hinn alræmda köngulóarmann. Ég persónulega þoli ekki þennan Tobey, en ég bara veit ekki af hverju. Svo er þarna Kirsten Dunst ofurgella, hún stendur sig ágætlega í myndinni en manni finnst hún geta gert betur ! Einnig er Willem Dafoe þarna og stendur hann sig frábærlega að mínu mati, hann leikur vonda kallinn og er í raun sniðinn í það hlutverk. En án þess að vera með neina fordóma gegn Bandaríkjamönnum, þá segi ég það að þessi mynd sé svona 11. september kjaftæði. Spiderman stekkur og grípur í bandaríska fánann, oh shit þvílík spenna. Svo er bandaríski fáninn í öðru hverju atriði. En burtséð frá þessu er þetta ágætis mynd og ekkert mikið við hana að athuga. Ef ég ætti að gefa upp stjörnur þá væri það kannski…….. 2,5 af 5 stjörnum