Fræðilega áttu að fá sambærilegt hljóð úr “góðu” dvd drifi og “góðum” dvd spilara, ef drifið er með digital out útganga. Þá fer sambærilegt signal yfir í græjurnar.
Hitt er svo annað mál að framleiðendur á DVD drifum eru flestir að spá í að gera þetta sem hagkvæmast, meðan framleiðendur á DVD spilurum eru oftast með nokkrar gerðir af spilurum þar sem mis mikið er lagt í gæði.
Að lokum má líka benda á að í erlendum testum eru hljóðgæði könnuð og koma spilarar mismunandi út. Ég hef hins vegar prufað mismunandi spilara við sama heimabíókerfi, og það er mjög erfitt að heyra mun. Þannig að ef spilarinn (drif) er með digital out þá liggur hljómburðurinn fyrst og fremst í heimabíógræjunum og viðeigandi hátölurum að mínu mati.